ÍSINN OKKAR

Ís í vél

Rjómaís
Mjólkurís
Jarðaberjaís
Súkkulaðiís

2 Tegundir sem rúlla ( ekki alltaf til)
Piparduftís
Karamellu
Banana
Aftereigh
Konfekt
Saltkaramellu
Skógarberja
Hindber og kirsuber
Saltlakkrís og Lakkrís

Um ísinn og gerð hans

Ísinn í Ísgerðinni er gerður alveg frá grunni á staðnum. Ísinn er gerður úr ferskri mjólk og rjóma sem kemur frá Mjólkursamlaginu á Akureyri, vatni, sykri, mjólurdufti og bindiefnum. Bragðefnin eru hágæða bragðefni sem flutt eru inn frá Ítalíu og framleidd eru af litlu ítölsku fjölskyldufyrirtæki sem hefur sérhæft sig í gæða sósum og bragðefnum frá árinu 1905. Ísblandan í Ísgerðinni á enga sér líka á landsvísu þar sem hún hefur verið þróuð af eigendum frá upphafi breytinganna með enga fyrirmynd. Ísinn er afar ferskur þar sem blandan er ekki fryst né geymd í langan tíma áður en hún fer á vélarnar heldur er hún blönduð jafnóðum og fer glæný á vélarnar eða í Gelato kúluís vélina

Gelato/Kúluís

Tegundir í kúluísborði eru misjafnar en þessar tegundir reynum við að hafa ávalt í borðinu: Jarðarberja – Súkkulaði – Oreo – Þristaís –  After eight – Kókosbollu – Hvítt súkkulaði og saltkaramella – Mangósorbet – Sítrónusorbet – Eplasorbet – Skógarberjasorbet.

Allir sorbet ísar hjá Ísgerðinni eru vegan og eru þannig alveg lausir við mjólkurvörur og mjólkurduft. Vinsamlegast látið vita af ofnæmi þegar ísinn er keyptur til að tryggja að enginn ofnæmisviðbrögð komi fram.

Fyritækjaís/hótel og veitingarstaðir

Hægt er að kaupa allar tegundir af ís eða sérpanta tegundir og kaupa í 5L boxum. Hafið samband í síma 469-4000 eða sendið póst á isgerdin@simnet.is fyrir verð og frekari upplýsingar.

ístertur

Ísgerðin hefur nú hafið framleiðslu og sölu á ístertum í nokkrum stærðum.
40 manna ferhyrnt ísterta með ís að eigin vali. Verð 18.900

15 manna hringlótt ísterta með ís að eigin vali. Verð 8900

Merking kostar 2000 kr aukalega.

Hægt er að koma í Ísgerðina og smakka ísinn sem er í boði og velja ísinn í tertuna.

Ef merking á að vera á tertunni með mynd og/eða nafni þarf að panta með minnst viku fyrirvara.

Veisluís

Hægt er að panta ís í ýmsa viðburði og veislur. Ísgerðin er með litla ískistu sem tekur tvær mismunandi bragðtegundir eða 2 box=10L, hentar fyrir ca 30 manns. Ískistan er heppileg í veislur þar sem ísinn þarf að vera á boðstólum í einhvern tíma þar sem ísinn getur bráðnað hratt. Einnig er hægt að fá ístertur fyrir allt að 45 manns. Hafið samband í síma 469-4000 eða sendið póst á isgerdin@simnet.is fyrir verð og frekari upplýsingar.