Um Ísgerðina

Saga • Eigendur

Íslenskur Ís

Ísgerðin hefur starfað í Kaupangi frá árinu 2011 og byrjaði sem Joger ísbúð sem seldi jógúrtís ásamt hefðbundnum rjóma og mjólkurís í sjálfsafgreiðslu. Árið 2014 var búðinni og nafni hennar breytt í Ísgerðina og í kjölfarið fóru eigendur að selja annan ís sem varð til þess að ísinn er eins og hann er í dag, gerður alveg frá grunni á staðnum. Ísinn er gerður úr ferskri mjólk og rjóma, vatni, sykri, mjólurdufti og bindiefnum. Bragðefnin eru hágæða bragðefni sem flutt eru inn frá Ítalíu og framleidd eru af litlu ítölsku fjölskyldufyrirtæki sem hefur sérhæft sig í sósum og bragðefnum frá árinu 1905. Ísblandan í Ísgerðinni á enga sér líka á landsvísu þar sem hún hefur verið þróuð af eigendum frá uphhafi breytinganna með enga fyrirmynd. Ísinn er afar ferskur þar sem blandan er ekki fryst né geymd í langan tíma áður en hún fer á vélarnar heldur er hún blönduð jafnóðum og fer glæný og fersk á vélarnar eða í kúluís vélina. Mismunandi tegundir eru af ís í Ísgerðinn. 

 

 

Ísgerðin hefur nú hafið framleiðslu og sölu á ístertum í nokkrum stærðum.
40 manna ferhyrnd ísterta með ís að eigin vali. Verð 18.900
15 manna hringlótt ísterta með ís að eigin vali. Verð 78900
Merking á 30 og 40 manna tertur kostar 2000 kr aukalega.

Hægt er að koma í Ísgerðina og smakka ísinn sem er í boði og velja ísinn í tertuna.

Ef merking á að vera á tertunni með mynd og/eða nafni þarf að panta með minnst viku fyrirvara.

Samfélagsmiðlar


Ef þú ert viðskiptavinur okkar eða hefur áhuga að vera með okkur í Íslenskri ísgerð þá er um að gera að fylgjast með okkur á samfélagsmiðlum

Upplýsingar


Opnunar tímar


Opið Alla daga
11:00 - 23:00

Salatafgreiðsla lokar kl 22.

Staðsetning